VÍS: Endanlega dagskrá og tillögur til aðalfundar árið 2023

Stjórn Vátryggingafélags Íslands hf. hefur boðað til aðalfundar sem haldinn verður í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 16. mars kl. 16:00, en auk þess verður boðið upp á rafræna þátttöku.

Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja aðalfundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, eru beðnir um að skrá sig á vefsíðunni:

  • https://www.lumiconnect.com/meeting/vis2023 

Frestur til að skrá sig er til kl. 16:00 þann 15. mars, eða degi fyrir aðalfund. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á.

Endanleg dagskrá fundarins er í viðhengi. Öll gögn vegna aðalfundar, s.s. ályktunartillögur stjórnar til aðalfundar, enskar þýðingar fundargagna, starfskjaraskýrsla ársins 2022 og ársskýrsla félagsins hafa verið gerð aðgengileg á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir Erla Tryggvadóttir, samskiptastjóri, í s. 660 5260 eða með tölvupósti fjarfestatengsl@vis.is 

Attachment

  • Aðalfundarboð_2023-Endanleg dagskrá
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Historical Stock Chart
From May 2024 to Jun 2024 Click Here for more Vis Insurance Charts.
Vis Insurance (LSE:0QDY)
Historical Stock Chart
From Jun 2023 to Jun 2024 Click Here for more Vis Insurance Charts.